Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mið 26. apríl 2023 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍBV kaupir Oliver Heiðarsson (Staðfest)
Oliver Heiðarsson genginn í raðir ÍBV. Með honum á myndinni er Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV.
Oliver Heiðarsson genginn í raðir ÍBV. Með honum á myndinni er Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV.
Mynd: ÍBV
Oliver Heiðarsson er genginn í raðir ÍBV frá FH. ÍBV kaupir leikmann, hann erkominn með leikheimild og skrifar undir samning út tímabilið 2025.

Hann er 22 ára gamall og spilar oftast sem kantmaður. Hann hóf sinn feril á Íslandi hjá Þrótti en gekk í raðir FH fyrir tímabilið 2021. Í 40 deildarleikjum fyrir FH skoraði hann fimm mörk og sjö bikarleikjum skoraði hann tvö mörk.

Þrjár umferðir eru búnar af Bestu deildinni og kom hann inn á sem varamaður í fyrstu tveimur umferðunum en var ónotaður varamaður þegar FH tapaði gegn Fylki á mánudag.

Oliver er þriðji leikmaðurinn sem fær leikheimild hjá ÍBV í dag því fyrr í dag fengu tveir leikmenn frá Jamaíku leikheimild.

Oliver er sonur Heiðars Helgusonar sem lék um árabil erlendis sem atvinnumaður og með íslenska landsliðinu. Oliver var kallaður inn í U21 landsliðshóp á síðasta ári en spilaði ekki. Fyrsti leikur hans fyrir ÍBV gæti orðið gegn Keflavík í 4. umferð Bestu deildarinnar á laugardag.

Kynntu þér Oliver Heiðarsson:
Oliver fékk aðstoð frá pabba sínum - „Vildi æfa með þeim bestu á landinu" (11.02.21)
Hin hliðin - Oliver Heiðarsson (FH)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner