Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   mið 26. apríl 2023 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir frá Jamaíku til ÍBV (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þeir Dwayne Atkinson og Richard King eru gengnir í raðir ÍBV, báðir koma þeir frá heimalandinu Jamaíku. Þeir skrifa undir samninga út tímabilið og er ÍBV með möguleika á að framlengja þá samninga.

King er 21 árs gamall varnarmaður sem hefur leikið ellefu landsleiki (samkvæmt Transfermarkt) fyrir Jamaíku og Atkinson er tvítugur sóknarsinnaður miðjumaður sem á þrjá landsleik að baki. Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Jamaíku.

Báðir voru leikmennirnir síðast hjá Cavalier FC í efstu deild á Jamaíku.

ÍBV hefur verið í leit að styrkingu að undanförnu og er koma Jamaíkumannanna hluti af þeirri styrkingu sem ÍBV vildi fá fyrir gluggalok.

Félagið er í viðræðum við Oliver Heiðarsson um að ganga í raðir félagsins og þá hefur liðið rætt við Breiðablik um að fá Eyþór Aron Wöhler.

Athugasemdir
banner
banner