Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. maí 2022 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mane ætlar að vinna Meistaradeildina og kveðja svo
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: Getty Images
Mun Sadio Mane spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool á laugardaginn?

Það herma heimildir þýska íþróttablaðsins Bild. Þar er fjallað um það að Mane ætli sér að yfirgefa herbúðir Liverpool í sumar og fara til þýska stórveldisins Bayern München.

Mane er sagður vilja fá nýja og ferska áskorun eftir sex ár í herbúðum Liverpool; hann ætlar sér að vinna Meistaradeildina á laugardag og kveðja svo.

Mané, sem er 30 ára gamall, var keyptur til Liverpool frá Southampton fyrir sex árum og hefur síðan þá skorað 120 mörk í 268 leikjum.

Samningur hans rennur út á næsta ári og því gæti Liverpool selt hann í sumar.

Robert Lewandowski er líklega á förum frá Bayern í sumar og það myndi hjálpa til sóknarlega fyrir þýska félagið að fá Mane inn ef það verður að veruleika.
Athugasemdir
banner
banner
banner