Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   sun 26. maí 2024 20:20
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög sérstakt að mæta vinum mínum í ÍBV. Mjög skrýtinn leikur og ég held að aðstæður hafi sett strik í reikninginn að þetta varð ekki fallegur fótbolti.“ Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson Eyjamaður og þjálfari Njarðvíkur eftir um leikinn eftir 0-0 jafntefli Njarðvíkur og ÍBV í Njarðvík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 ÍBV

Njarðvík getur öðrum fremur þakkað Aroni Snæ Friðrikssyni markverði sínum stigið í dag en Aron varði oft á tíðum glæsilega í leiknum og úr sannkölluðum dauðafærum.

„Aron er frábær markmaður og við þessum það enda lögðum við mikið kapp á að fá hann hingað og selja honum þetta verkefni. Hann hefur komið gríðarlega vel inn í þetta og er orðinn mjög mikilvægur leikmaður í liðinu innan sem utan vallar.“

Næst á dagskrá hjá liði Njarðvíkur er heimaleikur gegn Þór í Njarðvík. Verkefni sem að Gunnar hlakkar til að takast á við.

„Ég er mjög spenntur fyrir því verkefni. Við vitum alveg hvað við getum, við vitum að á deginum okkar er leikstíll okkar mjög flottur og það er erfitt að mæta okkur. ÍBV fann það líka í dag að þeir þurftu að hlaupa mikið á eftir okkur og reyna að ná af okkur boltanum.“

Sagði Gunnar Heiðar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars góða byrjun Njarðvíkur á mótinu og gleði sína þegar hann komst að því að Njarðvík leikur í Vestmannaeyjum gegn ÍBV á Þjóðhátíð í ár.
Athugasemdir
banner
banner