Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   sun 26. maí 2024 20:20
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög sérstakt að mæta vinum mínum í ÍBV. Mjög skrýtinn leikur og ég held að aðstæður hafi sett strik í reikninginn að þetta varð ekki fallegur fótbolti.“ Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson Eyjamaður og þjálfari Njarðvíkur eftir um leikinn eftir 0-0 jafntefli Njarðvíkur og ÍBV í Njarðvík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 ÍBV

Njarðvík getur öðrum fremur þakkað Aroni Snæ Friðrikssyni markverði sínum stigið í dag en Aron varði oft á tíðum glæsilega í leiknum og úr sannkölluðum dauðafærum.

„Aron er frábær markmaður og við þessum það enda lögðum við mikið kapp á að fá hann hingað og selja honum þetta verkefni. Hann hefur komið gríðarlega vel inn í þetta og er orðinn mjög mikilvægur leikmaður í liðinu innan sem utan vallar.“

Næst á dagskrá hjá liði Njarðvíkur er heimaleikur gegn Þór í Njarðvík. Verkefni sem að Gunnar hlakkar til að takast á við.

„Ég er mjög spenntur fyrir því verkefni. Við vitum alveg hvað við getum, við vitum að á deginum okkar er leikstíll okkar mjög flottur og það er erfitt að mæta okkur. ÍBV fann það líka í dag að þeir þurftu að hlaupa mikið á eftir okkur og reyna að ná af okkur boltanum.“

Sagði Gunnar Heiðar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars góða byrjun Njarðvíkur á mótinu og gleði sína þegar hann komst að því að Njarðvík leikur í Vestmannaeyjum gegn ÍBV á Þjóðhátíð í ár.
Athugasemdir
banner
banner