Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   sun 26. maí 2024 20:20
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög sérstakt að mæta vinum mínum í ÍBV. Mjög skrýtinn leikur og ég held að aðstæður hafi sett strik í reikninginn að þetta varð ekki fallegur fótbolti.“ Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson Eyjamaður og þjálfari Njarðvíkur eftir um leikinn eftir 0-0 jafntefli Njarðvíkur og ÍBV í Njarðvík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 ÍBV

Njarðvík getur öðrum fremur þakkað Aroni Snæ Friðrikssyni markverði sínum stigið í dag en Aron varði oft á tíðum glæsilega í leiknum og úr sannkölluðum dauðafærum.

„Aron er frábær markmaður og við þessum það enda lögðum við mikið kapp á að fá hann hingað og selja honum þetta verkefni. Hann hefur komið gríðarlega vel inn í þetta og er orðinn mjög mikilvægur leikmaður í liðinu innan sem utan vallar.“

Næst á dagskrá hjá liði Njarðvíkur er heimaleikur gegn Þór í Njarðvík. Verkefni sem að Gunnar hlakkar til að takast á við.

„Ég er mjög spenntur fyrir því verkefni. Við vitum alveg hvað við getum, við vitum að á deginum okkar er leikstíll okkar mjög flottur og það er erfitt að mæta okkur. ÍBV fann það líka í dag að þeir þurftu að hlaupa mikið á eftir okkur og reyna að ná af okkur boltanum.“

Sagði Gunnar Heiðar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars góða byrjun Njarðvíkur á mótinu og gleði sína þegar hann komst að því að Njarðvík leikur í Vestmannaeyjum gegn ÍBV á Þjóðhátíð í ár.
Athugasemdir
banner