Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
   sun 26. maí 2024 20:20
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög sérstakt að mæta vinum mínum í ÍBV. Mjög skrýtinn leikur og ég held að aðstæður hafi sett strik í reikninginn að þetta varð ekki fallegur fótbolti.“ Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson Eyjamaður og þjálfari Njarðvíkur eftir um leikinn eftir 0-0 jafntefli Njarðvíkur og ÍBV í Njarðvík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 ÍBV

Njarðvík getur öðrum fremur þakkað Aroni Snæ Friðrikssyni markverði sínum stigið í dag en Aron varði oft á tíðum glæsilega í leiknum og úr sannkölluðum dauðafærum.

„Aron er frábær markmaður og við þessum það enda lögðum við mikið kapp á að fá hann hingað og selja honum þetta verkefni. Hann hefur komið gríðarlega vel inn í þetta og er orðinn mjög mikilvægur leikmaður í liðinu innan sem utan vallar.“

Næst á dagskrá hjá liði Njarðvíkur er heimaleikur gegn Þór í Njarðvík. Verkefni sem að Gunnar hlakkar til að takast á við.

„Ég er mjög spenntur fyrir því verkefni. Við vitum alveg hvað við getum, við vitum að á deginum okkar er leikstíll okkar mjög flottur og það er erfitt að mæta okkur. ÍBV fann það líka í dag að þeir þurftu að hlaupa mikið á eftir okkur og reyna að ná af okkur boltanum.“

Sagði Gunnar Heiðar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars góða byrjun Njarðvíkur á mótinu og gleði sína þegar hann komst að því að Njarðvík leikur í Vestmannaeyjum gegn ÍBV á Þjóðhátíð í ár.
Athugasemdir
banner