Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 26. júní 2024 21:33
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
Lengjudeildin
Stemmingsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Stemmingsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var sannkallaður grannaslagur á HS Orkuvellinum í Reykjanesbæ í kvöld þegar lið Njarðvíkur heimsótti heimamenn í Keflavík. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en Keflavík sem hafði tögl og haldir í fyrri hálfleik og fór inn í hálfleikinn með eins marks forystu gaf eftir í þeim síðari sem gestirnir úr Njarðvík nýttu sér til þess að jafna. Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og lokatölur því 1-1. Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Njarðvík

„Við vorum mjög ólíkir okkur sjálfum hér í fyrri hálfleik. Héldum ekki skipulagi, vorum litlir í okkur og ég veit ekki hvað það var. Þeir skoruðu verðskuldað mark og það var bara eins og við værum að bíða eftir því að fá mark í andltið. Þetta er sennilega versti hálfleikur sem ég hef séð okkur spila núna í sumar.“
Sagði Gunnar Heiðar um fyrri hálfleik Njarðvíkur. Hann var þó öllu sáttari með þann síðari.

„Við fórum aðeins yfir þetta í hálfleik og þá hluti sem við þurftum að gera betur til þess að spila okkar leik, þegar við gerum það þá erum við helvíti góðir. Það var bara algjör einstefna hérna í seinni hálfleik og það hefði verið næs að fá eitt mark í viðbót en við náum þó allavega einu og töpuðum ekki. Við tökum þetta stig og verðum að virða það.“

Njarðvíkurliðinu vantaði sterka pósta í lið sitt í kvöld. Dominik Radic og Kaj Leó í Bartalstovu tóku út leikbann og þá var Kenneth Hogg á meiðslalistanum og ekki með. Stórt högg aö missa þá þrjá út í leik sem þessum,

„Þetta er gríðarlega mikil reynsla sem fer úr liðinu þetta eru svona okkar reynslumestu leikmenn Við missum þá út fyrir svona stóran leik þegar þú vilt sem þjálfari alltaf spila á þínu reynslumesta liði. Við fáum einn sautján ára inn á kantinn og annan nítján ára á hinn kantinn þannig að þetta er aðeins öðruvísi. En þeir fengu bara frábæra eldskírn í stóru leikina og við höldum bara áfram að vinna í því sem við erum að gera með þeim.“

Vel var mætt á HS Orkuvöllinn í kvöld í blíðskaparveðri og mikil stemming var í stúkunni. Gunnar var glaður að sjá svona marga í grænu þar.

„Þetta var bara frábært, virkilega gaman að sjá hvað það voru margir mættir hérna. Góð stemming og allir að styðja sín lið. Virkilega gaman fyrir mig persónulega að sjá hvað það voru margir Njarðvíkingar komnir og það heyrðist gríðarlega vel í þeim og þeir voru svo mikið að ýta á liðið og hjálpa þeim í þessari baráttu í lokin.“

Það má segja að Njarðvíkingar hafi að einhverju leyti dottið í lukkupottinn þegar umferðunum í Lengjudeildinni var raðað niður fyrir mót. Bæði fær liðið leik í Vestmannaeyjum gegn ÍBV á laugardegi á Þjóðhátíð og leikur svo heimaleik sinn gegn Keflavík á laugardegi á Ljósanótt bæjarhátíð Reykjanesbæjar. Gunnar Heiðar brosti breitt er þetta var borið undir hann og sagði.

„Ég er stemmingsmaður og vill vera bara í stemmingunni.“

Allt viðtalið við Gunnar Heiðar má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner