Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   mið 26. júní 2024 21:33
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
Lengjudeildin
Stemmingsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Stemmingsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var sannkallaður grannaslagur á HS Orkuvellinum í Reykjanesbæ í kvöld þegar lið Njarðvíkur heimsótti heimamenn í Keflavík. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en Keflavík sem hafði tögl og haldir í fyrri hálfleik og fór inn í hálfleikinn með eins marks forystu gaf eftir í þeim síðari sem gestirnir úr Njarðvík nýttu sér til þess að jafna. Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og lokatölur því 1-1. Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Njarðvík

„Við vorum mjög ólíkir okkur sjálfum hér í fyrri hálfleik. Héldum ekki skipulagi, vorum litlir í okkur og ég veit ekki hvað það var. Þeir skoruðu verðskuldað mark og það var bara eins og við værum að bíða eftir því að fá mark í andltið. Þetta er sennilega versti hálfleikur sem ég hef séð okkur spila núna í sumar.“
Sagði Gunnar Heiðar um fyrri hálfleik Njarðvíkur. Hann var þó öllu sáttari með þann síðari.

„Við fórum aðeins yfir þetta í hálfleik og þá hluti sem við þurftum að gera betur til þess að spila okkar leik, þegar við gerum það þá erum við helvíti góðir. Það var bara algjör einstefna hérna í seinni hálfleik og það hefði verið næs að fá eitt mark í viðbót en við náum þó allavega einu og töpuðum ekki. Við tökum þetta stig og verðum að virða það.“

Njarðvíkurliðinu vantaði sterka pósta í lið sitt í kvöld. Dominik Radic og Kaj Leó í Bartalstovu tóku út leikbann og þá var Kenneth Hogg á meiðslalistanum og ekki með. Stórt högg aö missa þá þrjá út í leik sem þessum,

„Þetta er gríðarlega mikil reynsla sem fer úr liðinu þetta eru svona okkar reynslumestu leikmenn Við missum þá út fyrir svona stóran leik þegar þú vilt sem þjálfari alltaf spila á þínu reynslumesta liði. Við fáum einn sautján ára inn á kantinn og annan nítján ára á hinn kantinn þannig að þetta er aðeins öðruvísi. En þeir fengu bara frábæra eldskírn í stóru leikina og við höldum bara áfram að vinna í því sem við erum að gera með þeim.“

Vel var mætt á HS Orkuvöllinn í kvöld í blíðskaparveðri og mikil stemming var í stúkunni. Gunnar var glaður að sjá svona marga í grænu þar.

„Þetta var bara frábært, virkilega gaman að sjá hvað það voru margir mættir hérna. Góð stemming og allir að styðja sín lið. Virkilega gaman fyrir mig persónulega að sjá hvað það voru margir Njarðvíkingar komnir og það heyrðist gríðarlega vel í þeim og þeir voru svo mikið að ýta á liðið og hjálpa þeim í þessari baráttu í lokin.“

Það má segja að Njarðvíkingar hafi að einhverju leyti dottið í lukkupottinn þegar umferðunum í Lengjudeildinni var raðað niður fyrir mót. Bæði fær liðið leik í Vestmannaeyjum gegn ÍBV á laugardegi á Þjóðhátíð og leikur svo heimaleik sinn gegn Keflavík á laugardegi á Ljósanótt bæjarhátíð Reykjanesbæjar. Gunnar Heiðar brosti breitt er þetta var borið undir hann og sagði.

„Ég er stemmingsmaður og vill vera bara í stemmingunni.“

Allt viðtalið við Gunnar Heiðar má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner