
Sveindís var sátt eftir 2-1 sigur gegn Fjölni á Extra-vellinum í kvöld. Keflavík er á toppi deildarinnar með 28 stig af 30 mögulegum eftir 10 leiki.
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 2 Keflavík
„Er rosalega sátt, við komum til að taka öll þrjú stigin og við gerðum það, leikurinn spilaðist rosalega vel, við héldum boltanum eins og við ætluðum að gera og vorum rólegar.'' Sagði Sveindís eftir leikinn.
„Já ég fékk sjálf dauðafæri en hlutirnir gerast og við verðum bara að nýta færin betur í næsta leik, það er alltaf næsti leikur.'' Sagði Sveindís um færanýtingu Keflavíkur í leiknum.
„Nei eiginlega ekki, ég vissi að við værum að fara að taka þessi stig og mér fannst þetta ekki einusinni brot en dómarinn dæmir og hann ræður þessu.'' Sagði Sveindís um aukaspyrnuna sem Fjölnir fékk undir lok leiks en hún var ekkert stressuð um að fá jöfnunarmark í andlitið.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir