Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. júlí 2021 09:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst Kristall æðislegur - „Þarft að draga hann af æfingasvæðinu"
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hrósaði Kristal Mána Ingason í hástert eftir sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í gærkvöld.

Kristall Máni spilaði allan leikinn og var öflugur í liði Víkinga sem eru í öðru sæti deildarinnar.

„Mér finnst Kristall bara æðislegur í fótbolta," sagði Arnar eftir sigurinn á Stjörnunni í gær.

„Ég hef ekkert farið í felur með þá skoðun mína. Það er mjög gaman að horfa á hann spila. Hann elskar að spila og vill helst alltaf æfa í þrjá tíma. Þú þarft að draga hann af æfingasvæðinu."

„Það er mjög gaman að vinna með honum. Hann er að stíga upp verulega sem leikmaður og persóna. Hann er ekki bara að stíga upp sóknarlega, heldur varnarlega líka. Ég held að stuðningsmenn Víkings hafi verið ánægðir með hann í kvöld."

Hægt er að sjá viðtalið við Arnar í heild sinni hér að neðan.
Arnar hefur ekkert út á Dodda að setja: Ég klappaði fyrir þessu marki
Athugasemdir
banner
banner
banner