 
                                                                                                    
                        
                                    
                                                    
                Það styttist í lok Evrópumóts kvenna sem hefur boðið upp á mikla skemmtun í sumar.
Í kvöld eigast England og Svíþjóð við í fyrri undanúrslitaleik mótsins sem verður spilaður á Bramall Lane í Sheffield.
Heimakonur í enska liðinu höfðu betur gegn gífurlega sterku spænsku liði í síðustu umferð á meðan Svíar rétt mörðu Belga í leiðinlegum leik.
England komst síðast í úrslitaleik Evrópumóts 2009 og Svíþjóð 2001 og verður viðureign kvöldsins afar spennandi.
Þýskaland mætir Frakklandi í hinum undanúrslitaleiknum annað kvöld og úrslitaleikurinn verður svo á sunnudag.
Leikur kvöldsins:
19:00 England - Svíþjóð
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                

