
Hefur Rio Ngumoha það sem þarf til að veita Cody Gakpo samkeppni um byrjunarliðssæti á vinstri kantinum?

Carragher hefur oft talað um mikilvægi þess fyrir Liverpool að bæta öðrum sóknarleikmanni við leikmannahópinn hjá sér í sumar.
Jamie Carragher fótboltasérfræðingur og fyrrum leikmaður Liverpool var duglegur að tjá sig í kringum leik liðsins gegn Newcastle United í gærkvöldi.
Hann fagnaði dátt þegar táningurinn Rio Ngumoha skoraði sigurmark Liverpool á 100. mínútu eftir langan og erfiðan slag.
Ngumoha er 16 ára gamall og hefur verið hjá Liverpool í eitt ár. Félagið rauf launaþak akademíunnar sinnar þegar það samdi við Ngumoha sem ólst upp hjá Chelsea.
Hann varð yngsti leikmaður í sögu Liverpool til að skora í keppnisleik þegar hann gerði sigurmarkið í gær, en hann fagnar 17 ára afmæli á föstudaginn.
25.08.2025 22:24
Yngsti markaskorari í sögu Liverpool
„Það er erfitt að skrifa söguna hjá Liverpool útaf ríkri sögu félagsins, en þessi strákur er svakalega spennandi. Stuðningsmenn eru gríðarlega spenntir fyrir honum eftir frábært undirbúningstímabil og núna er spurning hvað félagið ætlar að gera á síðustu dögum sumargluggans," sagði Carragher í útsendingu Sky Sports.
„Liverpool vantar kantmann eftir söluna á Luis Díaz, en er sniðugt að kaupa nýjan leikmann inn þegar þú ert með svona ungan mann sem er að stíga upp? Ég býst ekki við að hann sé að fara að spila í hverri viku, en hann sýndi gæðin sín á stóru augnabliki í kvöld undir mikilli pressu. Hann sýndi mikla yfirvegun á mjög viðkvæmum tímapunkti í leiknum.
„Eftir þetta mark þá verður hann að fá tækifæri í næstu leikjum liðsins. Maður býst við að sjá hann fá mínútur hér og þar á næstu mánuðum. Hann verður að fá fleiri tækifæri eftir þessa frammistöðu."
25.08.2025 21:06
England: Ngumoha hetjan eftir ótrúlega dramatík í Newcastle
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 | 0 | +6 | 6 |
2 | Tottenham | 2 | 2 | 0 | 0 | 5 | 0 | +5 | 6 |
3 | Liverpool | 2 | 2 | 0 | 0 | 7 | 4 | +3 | 6 |
4 | Chelsea | 2 | 1 | 1 | 0 | 5 | 1 | +4 | 4 |
5 | Nott. Forest | 2 | 1 | 1 | 0 | 4 | 2 | +2 | 4 |
6 | Man City | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 | 2 | +2 | 3 |
7 | Sunderland | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 | 2 | +1 | 3 |
8 | Everton | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 | 1 | +1 | 3 |
9 | Bournemouth | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 | 4 | -1 | 3 |
10 | Brentford | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 | 3 | -1 | 3 |
11 | Burnley | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 | 3 | -1 | 3 |
12 | Leeds | 2 | 1 | 0 | 1 | 1 | 5 | -4 | 3 |
13 | Fulham | 2 | 0 | 2 | 0 | 2 | 2 | 0 | 2 |
14 | Crystal Palace | 2 | 0 | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 | 2 |
15 | Newcastle | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 | 3 | -1 | 1 |
16 | Man Utd | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 | 2 | -1 | 1 |
17 | Aston Villa | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 | 1 | -1 | 1 |
18 | Brighton | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 | 3 | -2 | 1 |
19 | Wolves | 2 | 0 | 0 | 2 | 0 | 5 | -5 | 0 |
20 | West Ham | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 | 8 | -7 | 0 |
Athugasemdir