Bayer Leverkusen er að krækja í Lucas Vázquez á frjálsri sölu eftir að hann rann út á samningi hjá Real Madrid fyrr í sumar.
Vázquez er 34 ára gamall og skrifar undir tveggja ára samning samkvæmt fjölmiðlum á Spáni.
Vázquez hefur leikið fyrir Real Madrid allan ferilinn, að undanskildu lánstímabili með Espanyol, en núna er Fabrizio Romano búinn að setja „here we go!" stimpilinn sinn á félagaskiptin til Leverkusen.
Hann á að fylla í skarðið sem Jeremie Frimpong skildi eftir með félagaskiptum sínum til Liverpool í sumar og mun berjast við Arthur frá Brasilíu um sæti í byrjunarliðinu.
Leverkusen er enn í leit að nýjum vinstri bakverði og vinstri kantmanni til að fullkomna leikmannahóp Erik ten Hag sem hefur farið illa af stað í nýju starfi. Liðið tapaði heimaleik gegn Hoffenheim í fyrstu umferð þýska deildartímabilsins og heimsækir Werder Bremen um helgina.
21.05.2025 14:00
Yfirgefur Real Madrid eftir að hafa verið þar allan sinn feril
Athugasemdir