Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yfirgefur Real Madrid eftir að hafa verið þar allan sinn feril
Lucas Vazquez.
Lucas Vazquez.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fabrizio Romano segir það staðfest að Lucas Vazquez muni yfrgefa Real Madrid í sumar þegar samningur hans rennur út.

Dani Carvajal og Trent Alexander-Arnold verða bakverðir Madrídarstórveldisins á næsta tímabili.

Vazquez hefur verið hjá Real Madrid allan ferilinn og er meðal varafyrirliða félagsins. Hann er 34 ára gamall og mun ljúka ferlinum annars staðar.

Vázquez á níu landsleiki að baki fyrir Spán og 397 leiki fyrir aðallið Real Madrid.

Hann varði einu tímabili á láni hjá Espanyol fyrir tíu árum síðan en fyrir það var hann mikilvægur hlekkur í varaliði Real Madrid.

Það á enn eftir að staðfesta að Alexander-Arnold verði leikmaður Real Madrid en allar líkur eru á því.
Athugasemdir
banner