Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rodrygo og Ederson ekki valdir í landsliðshópinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti er búinn að velja landsliðshóp Brasilíu sem spilar við Síle og Bólivíu í tveimur síðustu umferðunum í forkeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM á næsta ári.

Þar er ýmislegt sem kemur á óvart þar sem leikmenn á borð við Kaio Jorge, Douglas Santos og Caio Henrique eru valdir framyfir aðra þekktari leikmenn eins og Neymar, Vinícius Júnior og Rodrygo.

Neymar, 33 ára, hefur ekki verið að spila sérstaklega vel að undanförnu í brasilísku deildinni og er auk þess að glíma við minniháttar meiðsli. Vinícius Jr. er í leikbanni fyrir fyrsta leikinn og fær því ekki kallið frekar heldur en Rodrygo.

Ancelotti þekkir Vinícius og Rodrygo mjög vel eftir dvölina hjá Real Madrid. Hann vill líklegast gefa þeim hvíld, enda skipta þessir tveir leikir ekki miklu máli í stóra samhenginu. Brasilía er nú þegar búin að tryggja sér þátttöku á HM.

   20.08.2025 22:30
Umboðsmaður Rodrygo fundar með Liverpool og Man City


Þá er markvörðurinn Ederson ekki heldur í hóp. Hann hefur ekki verið í byrjunarliði Manchester City á nýju tímabili og fær því ekki kallið frá Ancelotti.

Ederson er talinn vera aðalmarkvörður hjá Man City en hann er ekki í byrjunarliðinu þessa dagana vegna áhuga frá Galatasaray sem er að reyna að fá hann til Tyrklands.

   16.08.2025 11:52
Galatasaray leggur fram formlegt tilboð í Ederson


Ancelotti velur þó marga aðra leikmenn úr úrvalsdeildinni þar sem má meðal annars nefna Richarlison, Estevao, Alisson Becker, Gabriel Martinelli, Joao Pedro og Matheus Cunha.

Markverðir:
Alisson (Liverpool)
Bento (Al-Nassr)
Hugo Souza (Corinthians)

Miðverðir:
Alexsandro Ribeiro (Lille)
Fabrício Bruno (Cruzeiro)
Gabriel Magalhães (Arsenal)
Marquinhos (PSG)

Bakverðir:
Alex Sandro (Flamengo)
Caio Henrique (Monaco)
Douglas Santos (Zenit)
Vanderson (Monaco)
Wesley (Roma)

Miðjumenn:
Andrey Santos (Chelsea)
Bruno Guimarães (Newcastle)
Casemiro (Manchester United)
Joeliton (Newcastle)
Lucas Paquetá (West Ham)

Sóknarmenn:
Estêvão (Chelsea)
Gabriel Martinelli (Arsenal)
João Pedro (Chelsea)
Kaio Jorge (Cruzeiro)
Luiz Henrique (Zenit)
Matheus Cunha (Manchester United)
Raphinha (Barcelona)
Richarlison (Tottenham)
Athugasemdir
banner