Jamie Carragher er þeirrar skoðunar að Newcastle United ætti að leyfa Alexander Isak að fara til Liverpool.
Hann segir allt þetta mál vera eins og dökkt ský sem hangir yfir Newcastle. Þetta minnir hann á þegar Fernando Torres skipti úr Liverpool yfir til Chelsea í janúar 2011.
„Ég held að Newcastle ætti að selja Isak. Ég veit að það er mikið af fólki að segja við Eddie Howe og Newcastle að það sé mikilvægt að standa fast á sínu og ekki selja leikmanninn. Þetta sé prinsipp mál að leikmenn geti ekki neytt félög til að selja sig þegar þeim hentar," sagði Carragher meðal annars fyrir upphafsflautið þegar Newcastle tók á móti Liverpool í gærkvöldi.
„En þetta er ekki algengt vandamál hjá fótboltafélögum. Það gerist ekki á hverjum degi að leikmaður heimtar að fara. Meðan staðan er eins og hún er núna þá er þetta eins og dökkt ský sem fylgir Eddie Howe og félaginu út um allt. Hann er alltaf spurður út í þetta á fréttamannafundum og fjölmiðlar tala mikið um þetta.
„Ástæðan fyrir því að ég segi þetta er að ég hef reynslu af þessu frá mínum ferli. Við lentum í sömu stöðu með Fernando Torres hjá Liverpool þar sem hann vildi ekki vera lengur hjá félaginu.
„Við héldum honum í sumarglugganum og þessir fimm mánuðir sem fylgdu voru algjör martröð fyrir félagið. Allir innan félagsins gátu ekki beðið eftir að hann yrði seldur."
25.08.2025 18:45
Howe: Held ekki að ég verði skilinn eftir framherjalaus
Athugasemdir