Eddie Howe fór víðan völl á fréttamannafundi fyrir stórleik Newcastle gegn Englandsmeisturum Liverpool og var meðal annars spurður út í framherjamálin.
Newcastle fer inn í leikinn gegn Liverpool án þess að vera með liðtækan framherja í leikmannahópnum sínum, að undanskildum WIlliam Osula sem þykir ekki vera orðinn nægilega góður fyrir ensku úrvalsdeildina.
Callum Wilson yfirgaf félagið í sumar og neitar Alexander Isak að spila eftir að Newcastle hafnaði 110 milljón punda kauptilboði frá Liverpool í sumar.
Þetta þýðir að Newcastle sárvantar framherja sem fyrst, en liðið gerði markalaust jafntefli í fyrstu umferð úrvalsdeildartímabilsins gegn Aston Villa um síðustu helgi.
„Ég held ekki að félagið muni skilja mig eftir framherjalausan. Það leikur enginn vafi á því að við getum ekki farið í gegnum þetta tímabil án þess að vera með hæfan framherja í hópnum - með fullri virðingu fyrir Will Osula," sagði Howe.
„Hann er að gera flotta hluti. Hann er á réttri leið, að þróast vel, en hann er ekki með reynslu úr úrvalsdeildinni. Eins og staðan er í dag þá er Alex eini framherjinn okkar með einhverja reynslu úr úrvalsdeildinni."
Newcastle tekur á móti Liverpool klukkan 19:00.
24.08.2025 08:00
Howe: Verðum að þagga niður í Ekitike
Athugasemdir