Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild kvenna: Mary og Stephanie afgreiddu Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Selfoss 1 - 3 Þróttur R.
0-1 Mary Alice Vignola ('26)
0-2 Stephanie Mariana Ribeiro ('43)
0-3 Mary Alice Vignola ('45)
1-3 Tiffany Janea MC Carty ('65)

Selfoss, sem er nýbúið að missa Hólmfríði Magnúsdóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur í atvinnumennsku, tapaði óvænt gegn Þrótti R. í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max-deild kvenna.

Dagný Brynjarsdóttir var ekki í hópi hjá Selfyssingum og sást á liðinu að helstu stjörnurnar vantaði.

Gestirnir úr Laugardalnum komust yfir í fyrri hálfleik þegar Mary Alice Vignola skoraði eftir laglega stungusendingu frá Stephanie Mariana Ribeiro.

Það vantaði allt bit í sóknarleik Selfyssinga og voru vandræði í vörninni og tvöfaldaði Stephanie forystu Þróttar skömmu fyrir leikhlé. Tveimur mínútum síðar lagði hún svo aftur upp fyrir Mary og staðan 0-3 í leikhlé.

Selfoss skipti um gír í síðari hálfleik og minnkaði Tiffany Janea McCarty muninn á 65. mínútu. Nær komust Selfyssingar ekki og afar dýrmætur sigur Þróttara staðreynd.

Selfoss er áfram í fjórða sæti eftir tapið. Þróttur er komið úr fallsæti í bili en fallbaráttuslagur FH og Þórs/KA er í gangi.

Sjá textalýsingu

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner