Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 17:02
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild kvenna: Þór/KA vann fallbaráttuslaginn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Phoenetia var lífleg í dag en gat ekki komið í veg fyrir tap.
Phoenetia var lífleg í dag en gat ekki komið í veg fyrir tap.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 1 - 2 Þór/KA
0-1 Berglind Baldursdóttir ('15)
1-1 Phoenetia Maiya Lureen Browne ('21, víti)
1-2 Margrét Árnadóttir ('65)

FH og Þór/KA mættust í mikilvægum fallbaráttuslag Pepsi Max-deild kvenna í dag og skoraði Berglind Baldursdóttir fyrsta mark leiksins á 15. mínútu. Hún skoraði í kjölfar aukaspyrnu sem FH gekk ekki að hreinsa frá marki.

Skömmu síðar fékk Heiða Ragney Viðarsdóttir gult spjald í liði Þórs/KA fyrir að toga niður Hafnfirðing í eigin vítateig. Phoenetia Browne steig á punktinn og skoraði af öryggi.

Bæði lið fengu fín færi til að bæta marki við leikinn en inn vildi boltinn ekki svo staðan var jöfn í leikhlé.

Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik þar sem FH fékk dauðafæri en Birta Georgsdóttir klúðraði. Skömmu síðar refsuðu Akureyringar þegar Margrét Árnadóttir skoraði eftir slakan varnarleik FH og staðan orðin 1-2.

Það var mikil spenna síðasta hálftíma leiksins en FH tókst ekki að jafna og afar mikilvægur sigur Þórs/KA staðreynd.

FH er í fallsæti eftir tapið, tveimur stigum eftir Þór/KA og Þrótti R.

Sjá textalýsingu

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Athugasemdir
banner
banner
banner