Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. september 2022 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Stones haltraði af velli
Stones er 28 ára gamall og á 58 leiki að baki fyrir England.
Stones er 28 ára gamall og á 58 leiki að baki fyrir England.
Mynd: EPA

John Stones, varnarmaður Manchester City og enska landsliðsins, var í byrjunarliðinu er England tók á móti Þýskalandi í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar.


Staðan var enn markalaus þegar Stones meiddist aftan í læri og var skipt út fyrir Kyle Walker á 37. mínútu. Walker, sem er liðsfélagi Stones hjá Man City og nýkominn til baka úr vöðvameiðslum, var í byrjunarliðinu í 1-0 tapi gegn Ítalíu föstudagskvöldið.

Óljóst er hvort meiðsli Stones séu alvarleg en ólíklegt er að hann verði klár í slaginn fyrir nágrannaslaginn gegn Manchester United næsta sunnudag.

Man City og Man Utd eigast við í eftirvæntum slag þar sem bæði lið eru á góðu skriði. 

Stones hefur verið að glíma við meiðsli á upphafi tímabilsins rétt eins og Walker og er Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, eflaust með krosslagða fingur þessa stundina.

Þýskaland er einu marki yfir gegn Englandi á Wembley þessa stundina, staðan er 1-2.


Athugasemdir
banner
banner