Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 26. október 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Pogba brjálaður út í frétt The Sun - Ætlar að lögsækja blaðið
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur ákveðið að lögsækja The Sun eftir að blaðið birti frétt um að leikmaðurinn væri hættur í franska landsliðinu.

The Sun sagði að Pogba hefði ákveðið að hætta að gefa kost á sér í franska landsliðið eftir ummæli frá Emmanuel Macron, forsætisráðherra Frakklands. Macron lýsti á dögunum yfir stríði við „Íslamska aðskilnaðarstarfsemi" en hann telur að hún sé að taka yfir hluta af samfélagi Múslima í Frakklandi.

„Óásættanlegt," skrifaði Pogba á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann segir ekkert til í fréttaflutningi The Sun.

„The Sun gerði þetta aftur. 100% ósannar fréttir um mig þar sem haldið er fram hlutum sem ég hef aldrei sagt eða hugsað."

„Ég er agndofa, reiður, í áfalli og pirraður á að sumir 'fjölmiðlar' noti mig til að gera falskar fyrirsagnir í viðkvæmu máli í Frakklandi og blanda franska landsliðinu inn í þetta."

Athugasemdir
banner
banner