
Lionel Messi er nálægt því að verða markahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi á HM.
Hann skoraði áttunda markið sitt fyrir Argentínu í kvöld en með því jafnaði hann við goðsögninni Diego Maradona en þeir eru næst markahæstir.
Gabriel Batistuta skoraði tíu mörk á sínum ferli.
Maradona og Batistuta skoruðu á þremur heimsmeistaramótum en Messi hefur nú skorað á fjórum mótum.
Argentína mætir Póllandi í lokaumferðinni og spurning hvort Messi komist nær Batistuta þá og fái tækifæri til að komast yfir hann síðar á mótinu.
Athugasemdir