Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu, tryggði liðinu sigur annan leikinn í röð er það lagði Bari, 2-1, í B-deildinni í kvöld.
Íslenski sóknarmaðurinn skoraði eina mark Genoa í 1-0 sigrinum á Frosinone á dögunum og eru svo sannarlega jólin hjá honum því hann lék sama leik í dag.
Albert var eins og venjulega í byrjunarliði Genoa en staðan var 1-1 í hálfleik. Albert átti þátt í fyrra marki Genoa er George Puscas skoraði en þeir félagarnir sluppu inn fyrir hægra megin í teignum áður en varnarmaður Bari pressaði á Albert sem varði til þess að hann ýtti boltanum út á rúmenska framherjann sem skoraði.
Það var svo á 58. mínútu sem Albert gerði sigurmark Genoa eftir aukaspyrnu. Boltinn datt í teig Bari áður en Albert mætti á svæðið og skaut boltanum í vinstra hornið.
Annar leikurinn í röð sem Albert tryggir sigurinn en hann fór af velli þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Genoa er í 3. sæti með 33 stig, aðeins sex stigum frá toppliði Frosinone. Markið hjá Íslendingnum fylgir með fréttinni.
Hjörtur Hermannsson spilaði þá allan leikinn í 1-0 sigri á Spal í dag en Pisa er í 5. sæti með 29 stig.
Radu Dr?gu?in indirectly involved in the FK action before Gudmundsson finished in the box#Genoapic.twitter.com/xd8Pke4A2h https://t.co/UZJmlstRG9
— Romanian Football (@RoFtbl) December 26, 2022
Athugasemdir