Boltastrákur á leik Newcastle Jets og Macarthur í áströlsku deildinni mun aldrei gleyma þessum degi en hann var í aðalhlutverki er gestirnir unnu óvæntan 5-4 sigur á Jets.
Það er oft sem boltastrákar koma við sögu í leikjum. Við höfum séð þá eiga stóran þátt í mörkum með því að koma boltanum fljótt í leik og þá sáum við einn slá upp leikrit í leik Swansea og Chelsea er Eden Hazard sá rautt spjald.
Í dag fékk boltastrákurinn að vera með þegar Macarthur fagnaði marki.
Harry Sawyer nýtti frákast í teignum og fagnaði með því að hlaupa bak við markið og taka boltastrákinn á hestbak.
Það eru alveg líkur á að hann muni gleyma þessu en boltastrákurinn mun aldrei gleyma þessu augnabliki, þó svo hann sé líklega stuðningsmaður Jets.
The Bulls get their fourth and it's an all-time celebration from Harry Sawyer ????
— Paramount+ Australia (@ParamountPlusAU) December 26, 2025
Macarthur's super sub moves top of the @aleaguemen scoring chart as he extends his side's lead to two ????
Watch #NEWvMAC live and exclusive on Paramount+ ???? pic.twitter.com/NtMe1i7Hog
Athugasemdir




