Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 27. janúar 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Rúnar Sigurgeirsson (Keflavík)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson
Birkir Már Sævarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibergur Kort Sigurðsson
Ingibergur Kort Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson
Davíð Snær Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Þór hefur verið lykilmaður í liði Keflavíkur undanfarin ár og verið einn albesti bakvörður næstefstu deildar. Hann var valinn í lið ársins á liðinni leiktíð og var á bekknum í liði ársins árið 2019.

Rúnar var í fyrsta sinn í U21 landsliðshópnum síðasta haust fyrir heimaleikinn gegn Svíþjóð. Hann á að baki 42 leiki í deild og bikar og í þeim hefur hann skorað sex mörk. Rúnar er um þessar mundir á reynslu hjá sænska félaginu Sirius. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
FH og Valur hafa áhuga á Rúnari Þór

Fullt nafn: Rúnar Þór Sigurgeirsson

Gælunafn: Rúnki

Aldur: 21 árs

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2018 á móti KA

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds matsölustaður: Sushi social

Hvernig bíl áttu: Toyota Yaris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Steypustöðin

Uppáhalds tónlistarmaður: Á mér engan uppáhalds en Kanye var efstur 2020 á spotifyinu mínu

Uppáhalds hlaðvarp: Dr.football

Fyndnasti Íslendingurinn: Ari Eldjárn

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo, jarðaber og kinderegg dýfu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ‘’ertu farinn að sofa?’’

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Reyni Sandgerði

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Var á vinstri kanti í fyrsta byrjunarliðsleiknum mínum og Birkir Már var í hægri bakverði, ætli það sé ekki sá besti

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Það eru alveg margir en Janko er á toppnum svo eru Siggi og Eysteinn mjög góðir

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ingibergur Kort

Sætasti sigurinn: 1-0 á móti Njarðvík 2019 Frans Skoraði á 90’ mín og ég fékk rautt á 80’ min, það var léttir að sjá Fransa skora

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki fengið að klára tímabilið og fá að lyfta málmi

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Eggert Gunnþór

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Davíð Snær

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Frans Elvarsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Allar voða myndalegar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Thierry Henry, Messi fylgir fast á eftir

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Kian PJ Williams er fuckboy

Uppáhalds staður á Íslandi: Garðskagi

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fékk gult spjald á móti Njarðvík fyrir að grípa í stellið á Kenny Hogg

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei en er bara með rútínu á leikdegi

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með körfu

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Nemeziz

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ensku

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég þurfti að leiðrétta að ég væri 16 ára en ekki 18 ára eftir þrjár vikur þegar ég var að byrja með kærustunni

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Adam Pálsson, Davíð Snæ og Magga Þór svo allt myndi nú fara vel

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef spilað með öllum liðum á suðurnesjum nema Þrótti Vogum

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Dagur Ingi Valsson, hélt að hann væri algjör núðla þegar hann kom en hann er eitt mesta topeintak sem til er

Hverju laugstu síðast: Lýg aldrei

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Allt sem er ekki með bolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner