Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 27. janúar 2021 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Papu Gomez til Sevilla (Staðfest) - Sér ekki eftir neinu
Alejandro 'Papu Gomez' er genginn í raðir Sevilla frá Atalanta. Argentínumaðurinn skrifar undir þriggja og hálfs árs samning.

Samkvæmt heimildum greiðir Sevilla fimm og hálfa milljón evra og gæti alls þurft að greiða átta milljónir evra fyrir leikmanninn.

Aðspurður hvort hann sæi eftir einhverju í tengslum við brotthvarfið sagði Papu: „Ég myndi gera þetta allt aftur."

Gomez skoraði 59 mörk og lagði upp 71 mark í 252 leikjum fyrir Atalanta. Hann yfirgefur félagið eftir rifrildi við þjálfarann, Gian Piero Gasperini, fyrr í vetur.

Papu verður 33 ára í febrúar.
Athugasemdir
banner