Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 27. janúar 2022 18:35
Elvar Geir Magnússon
Átján ára Serbi til AC Milan (Staðfest)
Milan hefur fengið til sín sóknarmanninn Marko Lazetic frá Rauðu Stjörnunni í Belgrad. Kaupverðið er talið í kringum 4 milljónir punda en gæti hækkað með árangurstengdum greiðslum.

Leikmaðurinn varð átján ára gamall í síðustu viku og er með eitt mark í fimm leikjum fyrir U19 lið Serbíu.

Samningur hans við ítalska stórliðið er til sumarsins 2026. Hann tekur við treyju númer 22 og fer beint í aðalliðið.

Lazetic kemur úr unglingaakademíu Rauðu Stjörnunnar en hann vakti áhuga Milan í september með tveimur mörkum í Evrópukeppni unglingaliða.
Athugasemdir