Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   fim 27. febrúar 2025 09:08
Elvar Geir Magnússon
98,7% líkur á að Liverpool verði meistari - Mun Arsenal standa heiðursvörð?
Dominik Szoboszlai og Mohamed Salah fagna.
Dominik Szoboszlai og Mohamed Salah fagna.
Mynd: EPA
Ekki hvort heldur hvenær. Það er hreinlega tímaspursmál hvenær Liverpool mun innsigla Englandsmeistaratitilinn. Liverpool vann Newcastle í gær á meðan Arsenal, sem skýtur púðurskotum og er þunnskipað sóknarlega, gerði markalaust jafntefli gegn Nottingham Forest.

Forysta Liverpool er nú 13 stig en ekkert lið í sögu efstu deildar Englands hafa verið með þetta mikla forystu á þessu stigi án þess að vinna deildina.

„Það er enn mikið eftir," sagði Arne Slot eftir sigurinn í gær. Hann er ekki byrjaður að fagna, en það styttist í að hann geri það.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hafði þetta að segja eftir leik sinna manna í gær: „Ég segi það sama og áður, það eina sem við getum gert er að reyna að vinna okkar leiki og sjá hvað við endum með mörg stig," sagði Arteta.

Tölfræðifyrirtækið Opta segir 98,7% líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari. Arsenal fær 1,3%.

Ef Liverpool heldur 13 stiga forystu mun liðið innsigla titilinn þegar fjórar umferðir eru eftir, gegn Tottenham þann 26. apríl. Ef Arsenal vinnur leikinn sem liðið á inni og jafnar önnur úrslit Liverpool þá mun Liverpool innsigla titilinn gegn Chelsea þegar þrjár umferðir eru eftir.

Ef það gerist þá verður fyrsti leikurinn eftir titilinn gegn Arsenal og því myndu leikmenn Arsenal að standa heiðursvörð.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
4 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
5 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
6 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner