Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
ÍR fær tíu leikmenn (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fram
Kvennalið ÍR er búið að styrkja hópinn sinn til muna fyrir átök sumarsins. Eftir að hafa gert nýja samninga við einhverja leikmenn liðsins eru tíu nýir leikmenn búnir að bætast við.

Sjö koma úr röðum KH og koma þrjár á lánssamningum frá Haukum, Fram og Víking R.

Elísabet Ósk L. Servo Ólafíudóttir kemur frá Haukum, Embla Dögg Aðalsteinsdóttir frá Fram og Karítas Björg Guðmundsdóttir frá Víkingum.

Ásdís Aþena Magnúsdóttir, Hafdís María Einarsdóttir, Hulda Sigrún Orradóttir, Kolbrún Arna Káradóttir, Laufey Halla Sverrisdóttir, Sigrún Björk Baldursdóttir og Steinunn Lind Hróarsdóttir eru komnar frá KH.

ÍR er án stiga eftir tvær fyrstu umferðir sumarsins í 2. deildinni.



Athugasemdir
banner
banner