Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carvajal spenntur að keppast við Trent
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dani Carvajal gaf kost á sér í viðtal í gær og ræddi ýmislegt, meðal annars yfirvofandi félagaskipti Trent Alexander-Arnold til Real Madrid.

Carvajal og Trent yrði þá samherjar hjá Real en báðir að berjast um byrjunarliðssætið í hægri bakverði.

Carvajal er 33 ára gamall og með eitt ár eftir af samningi við spænska stórveldið.

„Það verður augljóslega samkeppni okkar á milli um byrjunarliðssæti. Ég veit að félagaskiptin eru ekki staðfest en þetta lítur þannig út!" sagði Carvajal.

„Ég er ekki smeykur við samkeppni. Við verðum liðsfélagar og munum bæta hvorn annan með því að keppast um sæti í liðinu. Við munum ná því besta úr hvorum öðrum."

Trent er ekki þekktur fyrir að vera góður varnarlega en gæti lært eitthvað af Carvajal í þeirri list.
Athugasemdir
banner
banner