Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Igli Tare verður ráðinn til Milan
Mynd: EPA
Fabrizio Romano greinir frá því að Albaninn Igli Tare sé að taka við starfi yfirmanns fótboltamála hjá AC Milan.

Tare var ekki efstur á óskalistanum hjá stjórnendum Milan, sem reyndu sitt besta til að krækja í Tony D'Amico frá Atalanta áður en þeir sömdu við Tare.

Búist var við að Maurizio Sarri yrði ráðinn sem næsti þjálfari Milan en þau áform eru líklegast orðin að engu eftir að lenti upp á kant við Tare á tíma þeirra saman hjá Lazio. Ítalskir fjölmiðlar segja að Tare vilji ráða Vincenzo Italiano í þjálfarastarfið, sem er við stjórnvölinn hjá Bologna sem stendur.

Tare, sem lék meðal annars fyrir Lazio og Bologna á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta, starfaði sem yfirmaður fótboltamála hjá Lazio í 14 ár áður en hann yfirgaf félagið eftir rifrildi við Sarri, sem sagði svo upp þjálfarastarfinu tæpu ári síðar og er enn án starfs.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 37 23 10 4 57 27 +30 79
2 Inter 37 23 9 5 77 35 +42 78
3 Atalanta 37 22 8 7 76 34 +42 74
4 Juventus 37 17 16 4 55 33 +22 67
5 Roma 37 19 9 9 54 35 +19 66
6 Lazio 37 18 11 8 61 48 +13 65
7 Fiorentina 37 18 8 11 57 39 +18 62
8 Bologna 37 16 14 7 56 44 +12 62
9 Milan 37 17 9 11 59 43 +16 60
10 Como 37 13 10 14 49 50 -1 49
11 Torino 37 10 14 13 39 43 -4 44
12 Udinese 37 12 8 17 39 53 -14 44
13 Genoa 37 9 13 15 34 48 -14 40
14 Cagliari 37 9 9 19 40 54 -14 36
15 Verona 37 9 7 21 32 65 -33 34
16 Parma 37 6 15 16 41 56 -15 33
17 Empoli 37 6 13 18 32 57 -25 31
18 Lecce 37 7 10 20 26 58 -32 31
19 Venezia 37 5 14 18 30 53 -23 29
20 Monza 37 3 9 25 28 67 -39 18
Athugasemdir