Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 27. febrúar 2025 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Þorri Mar Þórisson.
Þorri Mar Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri skrifaði undir hjá Stjörnunni á dögunum.
Þorri skrifaði undir hjá Stjörnunni á dögunum.
Mynd: Stjarnan
Þorri var á mála hjá Öster í Svíþjóð.
Þorri var á mála hjá Öster í Svíþjóð.
Mynd: Öster
„Tilfinningin er bara mjög góð. Ég er mjög sáttur að vera kominn þangað," segir Þorri Mar Þórisson sem skrifaði nýverið undir samning við Stjörnuna.

Hann kemur til félagsins eftir eitt og hálft ár hjá sænska félaginu Öster. Þorri fékk sig lausan frá Öster fyrr í mánuðinum og er núna mættur í Garðabæinn.

„Út frá þeim aðstæðum sem voru komnar upp hjá mér og þeim möguleikum sem voru í boði, þá fannst mér Stjarnan langáhugaverðust fyrir mig og minn feril. Þarna er þjálfari sem er með skemmtilegar pælingar og þetta er fótbolti sem er heillandi. Mér finnst vera búnir að sækja gæðaleikmenn og erum að styrkja liðið sem er spennandi."

Tek það góða úr þessu
Þorri er uppalinn hjá Dalvík/Reyni og hóf meistaraflokksferil sinn þar. Hann fór svo í KA, var lánaður í Keflavík og var svo í nokkuð stóru hlutverki með KA tímabilin 2021-23.

Hann segir að tíminn hjá Öster hafi verið lærdómsríkur en hann var einnig kaflaskiptur.

„Mér fannst þetta mjög góður tími, lærdómsríkt og krefjandi. Upp og niður eins og bara allt. Ég tek það góða úr þessu," segir Þorri.

„Maður vill alltaf meira. Þetta spilaðist ekki alveg eins og maður vildi og það er hluti af þessu. Ég hef fulla trú á því að þetta skref sé það hárrétta fyrir mig."

Köld tuska í andlitið
Þorri var í eitt og hálft ár hjá Öster en hann var keyptur frá KA í ágúst 2023. Þorri er 25 ára bakvörður sem var samningsbundinn sænska félaginu til 2026 en rifti samningnum fyrr. Hvernig atvikuðust endalokin hjá Öster?

„Það var nú bara þannig að ég og þjálfarinn náðum ekki alveg saman. Stundum er það þannig. Okkar samskipti voru ekki alveg hrein og bein, aðallega af hans hálfu. Ég fékk þau skilaboð að ég mætti finna mér annað lið. Ég var ekki alveg á sömu blaðsíðu en svo fékk maður kalda tusku í andlitið og þá var byrjað að mála mann út í horn," segir Þorri.

„Þá fór ég að skoða hvað væri best fyrir ferilinn. Ég tel það vera þetta."

„Tímabilið á undan, þá þurfti að ég að læra að 'suffera' og það var þroskandi. Það er vont þegar þú ert að berjast við vegg og sérð ekki ljósið. En það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan," sagði Þorri og brosti.

Það er bara eitt hjá mér
Þorri segist taka það jákvæða með sér inn í nýjan kafla. Hann hafði úr nokkru að velja en valdi Stjörnuna.

„Það var áhugi og ég var næstum því farið annað (erlendis frá) en það klikkaði á lokastundu. Skrefið heim var það besta," segir Þorri en önnur félög á Íslandi honum líka áhuga.

„Já, það voru nokkur."

„Jökull (þjálfari Stjörnunnar) hringdi í mig og seldi mér hugmyndina að því sem þeir eru að gera; hvað þeir eru búnir að gera á markaðnum og líka hvernig þeir spiluðu í fyrra - það vantaði kannski aðeins meira jafnvægi til baka og ég kem með það."

Aðspurður út í markmið fyrir sumarið segir Þorri það einfalt. „Það er bara eitt hjá mér og það er að vinna titilinn."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner