Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
   fim 27. febrúar 2025 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Þorri Mar Þórisson.
Þorri Mar Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri skrifaði undir hjá Stjörnunni á dögunum.
Þorri skrifaði undir hjá Stjörnunni á dögunum.
Mynd: Stjarnan
Þorri var á mála hjá Öster í Svíþjóð.
Þorri var á mála hjá Öster í Svíþjóð.
Mynd: Öster
„Tilfinningin er bara mjög góð. Ég er mjög sáttur að vera kominn þangað," segir Þorri Mar Þórisson sem skrifaði nýverið undir samning við Stjörnuna.

Hann kemur til félagsins eftir eitt og hálft ár hjá sænska félaginu Öster. Þorri fékk sig lausan frá Öster fyrr í mánuðinum og er núna mættur í Garðabæinn.

„Út frá þeim aðstæðum sem voru komnar upp hjá mér og þeim möguleikum sem voru í boði, þá fannst mér Stjarnan langáhugaverðust fyrir mig og minn feril. Þarna er þjálfari sem er með skemmtilegar pælingar og þetta er fótbolti sem er heillandi. Mér finnst vera búnir að sækja gæðaleikmenn og erum að styrkja liðið sem er spennandi."

Tek það góða úr þessu
Þorri er uppalinn hjá Dalvík/Reyni og hóf meistaraflokksferil sinn þar. Hann fór svo í KA, var lánaður í Keflavík og var svo í nokkuð stóru hlutverki með KA tímabilin 2021-23.

Hann segir að tíminn hjá Öster hafi verið lærdómsríkur en hann var einnig kaflaskiptur.

„Mér fannst þetta mjög góður tími, lærdómsríkt og krefjandi. Upp og niður eins og bara allt. Ég tek það góða úr þessu," segir Þorri.

„Maður vill alltaf meira. Þetta spilaðist ekki alveg eins og maður vildi og það er hluti af þessu. Ég hef fulla trú á því að þetta skref sé það hárrétta fyrir mig."

Köld tuska í andlitið
Þorri var í eitt og hálft ár hjá Öster en hann var keyptur frá KA í ágúst 2023. Þorri er 25 ára bakvörður sem var samningsbundinn sænska félaginu til 2026 en rifti samningnum fyrr. Hvernig atvikuðust endalokin hjá Öster?

„Það var nú bara þannig að ég og þjálfarinn náðum ekki alveg saman. Stundum er það þannig. Okkar samskipti voru ekki alveg hrein og bein, aðallega af hans hálfu. Ég fékk þau skilaboð að ég mætti finna mér annað lið. Ég var ekki alveg á sömu blaðsíðu en svo fékk maður kalda tusku í andlitið og þá var byrjað að mála mann út í horn," segir Þorri.

„Þá fór ég að skoða hvað væri best fyrir ferilinn. Ég tel það vera þetta."

„Tímabilið á undan, þá þurfti að ég að læra að 'suffera' og það var þroskandi. Það er vont þegar þú ert að berjast við vegg og sérð ekki ljósið. En það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan," sagði Þorri og brosti.

Það er bara eitt hjá mér
Þorri segist taka það jákvæða með sér inn í nýjan kafla. Hann hafði úr nokkru að velja en valdi Stjörnuna.

„Það var áhugi og ég var næstum því farið annað (erlendis frá) en það klikkaði á lokastundu. Skrefið heim var það besta," segir Þorri en önnur félög á Íslandi honum líka áhuga.

„Já, það voru nokkur."

„Jökull (þjálfari Stjörnunnar) hringdi í mig og seldi mér hugmyndina að því sem þeir eru að gera; hvað þeir eru búnir að gera á markaðnum og líka hvernig þeir spiluðu í fyrra - það vantaði kannski aðeins meira jafnvægi til baka og ég kem með það."

Aðspurður út í markmið fyrir sumarið segir Þorri það einfalt. „Það er bara eitt hjá mér og það er að vinna titilinn."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner