Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
   fim 13. febrúar 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorri Mar í Stjörnuna (Staðfest) - „Kem hingað með skýr markmið"
Mynd: Stjarnan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Mar Þórisson er genginn í raðir Stjörnunnar en hann kemur til félagsin eftir eitt og hálft ár hjá sænska félaginu Öster. Þorri fékk sig lausan frá Öster í vikunni og er mættur í Garðabæ.

Þorri er uppalinn hjá Dalvík/Reyni og hóf meistaraflokksferil sinn þar. Hann fór svo í KA, var lánaður í Keflavík og var svo í nokkuð stóru hlutverki með KA tímabilin 2021-23.

Þorri er 25 ára bakvörður sem getur spilað báðu megin og samkvæmt heimildum sjá Stjörnumenn hann einnig sem kost í miðvarðastöðuna. Hann er tvíburabróðir Nökkva Þeys sem er í dag hjá Spörtu Rotterdam í Hollandi.

„Ég er virkilega ánægður með að hafa skrifað undir hjá Stjörnunni. Þótt ég hafi skoðað aðra valkosti, þá var það ljóst um leið og þetta tækifæri kom upp að þetta væri rétti staðurinn fyrir mig. Ég hef heyrt afar jákvæða hluti um félagið, bæði hvað varðar faglegt starf innan þess og þann mikla stuðning sem liðið fær. Að spila fyrir jafn öfluga stuðningsmenn og hér eru verður mikil hvatning fyrir bæði mig og liðið sjálft," er haft eftir Þorra í tilkynningu Stjörnunnar.

„Umhverfið í kringum liðið er afar metnaðarfullt og þær styrkingar sem félagið hefur gert sýnir að markmiðin eru há."

„Hópurinn er sterkur, vel samsettur og ég hlakka til að kynnast leikmönnunum betur á næstunni, en við förum í æfingaferð á morgun til spánar. Fótboltinn sem liðið vill spila er spennandi og ég tel að hann henti mér vel. Ég kem hingað með skýr markmið – að leggja mitt af mörkum og vinna titla með Stjörnunni,"
segir Þorri.

Komnir
Samúel Kári Friðjónsson frá Grikklandi
Benedikt V. Warén frá Vestra
Þorri Mar Þórisson frá Öster
Alex Þór Hauksson frá KR
Andri Rúnar Bjarnason frá Vestra
Hrafn Guðmundsson frá KR
Aron Dagur Birnuson frá Grindavík
Henrik Máni B. Hilmarsson frá ÍBV (var á láni)
Guðmundur Rafn Ingason frá Fylki

Farnir
Róbert Frosti Þorkelsson til GAIS
Daníel Laxdal hættur
Hilmar Árni Halldórsson hættur
Þórarinn Ingi Valdimarsson hættur
Mathias Rosenörn í FH
Óli Valur Ómarsson til Breiðabliks (var á láni frá Sirius)

Samningslausir
Viktor Reynir Oddgeirsson (2003)


Athugasemdir
banner
banner
banner