Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. mars 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dybala um veiruna: Ég gat varla andað
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala, argentínskur framherji Juventus, greindist með kórónaveiruna fyrir viku síðan og er á góðri bataleið eftir nokkra erfiða daga.

Dybala var þriðji leikmaður Juventus til að greinast með veiruna eftir Daniele Rugani og Blaise Matuidi.

„Einkennin voru þung en í dag líður mér strax mun betur. Ég get hreyft mig betur, ég labba og reyni að gera léttar æfingar," sagði Dybala í viðtali við YouTube rás Juventus.

„Ég gat varla andað, ég gat ekki gert neitt í meira en fimm mínútur. Mér var illt í öllum líkamanum. Sem betur fer erum við Oriana (kærasta hans) búin að ná okkur."

Ítalski boltinn er búinn að vera stopp í nokkrar vikur og stefna knattspyrnuyfirvöld þar í landi að byrja að spila fyrir luktum dyrum um miðjan maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner