Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. mars 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Sendi fjölskylduna til Spánar og kemst núna ekki til hennar
Pep Clotet, stjóri Birmingham.
Pep Clotet, stjóri Birmingham.
Mynd: Getty Images
Heimsfaraldurinn hefur áhrif á flesta jarðarbúa og Pep Clotet, stjóri Birmingham City, er engin undantekning.

Þegar kórónaveiran var að dreifast um Evrópu sendi hann eiginkonu sína og tvö börn til heimalandsins Spánar.

Á þeim tíma taldi Clotet það vera öruggasta kostinn og ætlaði svo sjálfur að fara til fjölskyldu sinnar núna þegar landsleikjagluggi á að vera í gangi.

En fjölskylda hans var rétt nýkomin til bæjarins Igualada í Katalóníu þegar settar voru strangar reglur um samgöngubann inn og út úr svæðinu.

Spánn er það land í Evrópu sem hefur næstverst fengið að kenna á heimsfaraldrinum, á eftir Ítalíu.

Clotet er nú sjálfur í Birmingham en fjölskyldan er í Katalóníu.

„Það voru margir greindir með veiruna í heimabæ mínum svo allur bærinn var settur í sóttkví. Ég þurfti því að hætta við að fara þangað. Um leið og Spáni var lokað þá setti ég mig sjálfur í einangrun," segir Clotet.

„Þetta er erfið staða en ég þurfti að geta þetta. Ég hef verið að drepa tímann með því að spila á gítar og er að bæta mig í því. Svo er ég að gera nákvæmar áætlanir um hvað Birmingham City vill gera í framtíðinni. Ég er að læra á netinu og reyna að þróa mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner