Grindavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að stór hluti yngri flokka starf félagsins verði aflagt.
Það hefur verið erfitt fyrir knattspyrnudeild Grindavíkur að halda úti starfi sínu í yngri flokkum vegna jarðhræringa í bæjarfélaginu. Flestir íbúar Grindavíkur eru fluttir á brott og eru nú á víð og dreif um stórt svæði í höfuðborginni og þar í kring.
Það hefur verið erfitt fyrir knattspyrnudeild Grindavíkur að halda úti starfi sínu í yngri flokkum vegna jarðhræringa í bæjarfélaginu. Flestir íbúar Grindavíkur eru fluttir á brott og eru nú á víð og dreif um stórt svæði í höfuðborginni og þar í kring.
„Það er með mikilli sorg að við þurfum að gefa það út að yngri flokka starfið okkar í 7., 6., 5. og 4. flokki karla og kvenna verður aflagt frá og með 1. maí næstkomandi," segir í tilkynningunni.
„Er þessi ákvörðun tekin þar sem mætingasókn hefur dalað mjög mikið frá áramótum, mæting í leiki er alls ekki góð, félagaskiptum í önnur félög fjölgar og allar forsendur fyrir áframhaldandi starfi ekki lengur fyrir hendi."
„Þar sem forsendur okkar breyttust mikið í janúar og fjölskyldur ekki á leiðinni heim til Grindavíkur í vor eins og vonir stóðu til að þá eru allar forsendur til að halda þessu starfi áfram brostnar."
Í tilkynningunni kemur fram að ákvörðunin hafi verið mjög erfið en í raun hafi verið búið að taka hana fyrir félagið með minnkandi aðsókn. Starf í 2. og 3. flokki mun halda áfram.
Athugasemdir