Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   þri 27. apríl 2021 18:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Balbuena ekki í bann - „Sparkar knettinum burt"
Balbuena fylgdi á eftir og fór í Chilwell eins og sést á myndinni
Balbuena fylgdi á eftir og fór í Chilwell eins og sést á myndinni
Mynd: EPA
Fabian Balbuena er ekki á leið í bann þrátt fyrir að hafa fengið rautt spjald gegn Chelsea um helgina. West Ham áfrýjaði spjallinu og bar sú áfrýjun ávöxt því Balbuena þarf ekki að taka út leikbann og má spila gegn Burnley í næstu umferð.

Á 81. mínútu var Balbuena, sem er leikmaður West Ham, með knöttinn og hreinsaði hann í burtu. Í kjölfarið hafna takkarnir á honum á fæti Ben Chilwell.

VAR skoðaði atvikið og ákvað að senda Chris Kavanagh, dómara leiksins, til að skoða atvikið. Hann reif upp rauða spjaldið og var David Moyes, stjóri West Ham, langt því frá að vera sáttur.

„Rauða spjaldið breytti öllu í restina. Þetta var ákvörðun frá einhverjum sem hefur aldrei spilað leikinn. Ég veit ekki hvar Balbuena á að setja fótinn."

„Þetta var galinn dómur. Ef þú skoðar atvikið hjá Vladimir Coufal Antonio Rudiger, nokkrum mínútum seinna, þá gerist það sama. Mjög svipað atvik. Ég sé ekki hvernig þetta er rautt spjald. Hann sparkar knettinum burt,"
sagði Moyes eftir leik.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner