Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. apríl 2021 09:10
Elvar Geir Magnússon
Senegali undir smásjá Man Utd - Ten Hag orðaður við Spurs
Powerade
Abdallah Sima.
Abdallah Sima.
Mynd: EPA
Erik Ten Hag, stjóri Ajax, er orðaður við Tottenham.
Erik Ten Hag, stjóri Ajax, er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Shaqiri á förum?
Shaqiri á förum?
Mynd: Getty Images
Næsti stjóri Roma?
Næsti stjóri Roma?
Mynd: Getty Images
Ronaldo, Sima, Varane, Nagelsmann, Shaqiri og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Talið er líklegast að Cristiano Ronaldo (36) fari til Paris St-Germain ef hann yfirgefur Juventus. Ronaldo hefur einnig verið orðaður við endurkomu til Manchester United. (Tuttosport)

Manchester United er að fylgjast með senegalska framherjanum Abdallah Sima (21) sem spilar fyrir Slavia Prag. (Manchester Evening News)

RB Leipzig mun fá metfé, 21,7 milljónir punda, frá Bayern München fyrir að fá Julian Nagelsmann í stjórastólinn. (Sky Sports)

Erik ten Hag, stjóri Ajax, færist ofar á óskalista Tottenham fyrst Nagelsmann mun taka við Bayern. (Telegraph)

Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma (22) mun vera áfram hjá AC Milan þrátt fyrir að samningur hans renni út í sumar. Manchester United og Chelsea hafa áhuga. (TalkSport)

Real Madrid ætlar ekki að leggja áherslu á að halda franska miðverðinum Raphael Varane (28) en hann hefur verið orðaður við Manchester United og Chelsea. (AS)

Varane segir að framtíð sín sé ljós og að hann sé einbeittur á lokasprett tímabilsins með Real Madrid. Liðið berst um að vinna Meistaradeildina og La Liga. (Mirror)

Svissneski miðjumaðurinn Xherdan Shaqiri (29) vill yfirgefa Liverpool í sumar í von um að fá meiri spiltíma. (Football Insider)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, er alls ekki sáttur við fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar á komandi árum. (Mirror)

Leicester City hefur áhuga á vængmanninum Noni Madueke (19) hjá PSV Eindhoven. AC Milan, RB Leipzig og Lille horfa einnig til enska U21 landsliðsmannsins. (Mail)

Everton er að vinna í því að gera nýjan samning við James Rodriguez (29). (Marca Claro)

Everton er að vinna baráttuna um miðjumanninn Pape Matar Sarr (18) hjá Metz. Aston Villa, Chelsea, Manchester United og Newcastle United hafa einnig sýnt senegalska landsliðsmanninum áhuga. (Mail)

Arsenal hefur hafið viðræður við enska U21 landsliðsmiðjumanninn Emile Smith Rowe (20) um nýjan samning. (The Athletic)

Arsenal hefur áhuga á því að selja fjóra leikmenn í sumar til að fjármagna leikmannakaup. (Football London)

Chelsea og Manchester United hafa áhuga á írska miðjumanninum Andrew Moran (17) hjá Brighton. (Team Talk)

Barcelona telur að spænski varnarmaðurinn Eric Garcia (20) muni ganga í raðir félagsins þegar samningur hans við Manchester City rennur út í lok tímabilsins. (Mundo Deportivo)

Roma vinnur að því að ráða Maurizio Sarri, fyrrum stjóra Chelsea og Juventus, í stjórastól sinn í sumar. (Corriere dello Sport)

Leeds hefur viðræður við Stuart Dallas (30) um nýjan samning. (Football Insider)

Norwich, sem hefur tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að nýju, hefur áhuga á þýska sóknarmiðjumanninum Robert Andrich (26) sem er hjá Union Berlín. (Bild)

Jamie Carragher gagnrýnir Tottenham og segir að liðinu hafi skort hugrekki í tapinu gegn Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins. Hann sagði að þeir hefðu litið út eins og lið sem væri í fallbaráttu. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner