Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   þri 27. apríl 2021 17:30
Magnús Már Einarsson
Sveinn Sigurður framlengir við Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Sigurður Jóhannesson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Val.

Sveinn er 26 ára gamall markvörður en hann hefur verið á mála hjá Val síðan haustið 2017.

Í fyrra spilaði Sveinn einn leik í Mjólkurbikarnum en hann hefur verið varamarkvörður á eftir Hannesi Halldórssyni.

Sveinn er uppalinn í Stjörnunni en hann hefur einnig leikið með Fjarðabyggð og Skínanda á ferli sínum.


Athugasemdir
banner