Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 27. apríl 2025 15:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Höskuldur skaut Breiðabliki á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Vestri 0 - 1 Breiðablik
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('71 )
0-1 Tobias Bendix Thomsen ('92 , misnotað víti)
Lestu um leikinn

Topplið Vestra fékk Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn í fyrsta leik fjórðu umferðar Bestu deildarinnar í dag.

Breiðablik byrjaði af krafti og Aron Bjarnason komst í góða stöðu en Gustav Kjeldsen komst fyrir og bjargaði í horn. Upp úr horninu skapaðist mikil hætta inn á teignum en hættan leið hjá að lokum.

Gestirnir voru líklegri í upphafi leiks en Daði Berg Jónsson fékk færi eftir hálftíma leik en átti skot í hliðarnetið.

Blikar voru hættulegri í seinni hálfleik og tókst að brjóta ísinn þegar fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson kom boltanum í netið eftir laglegan undirbúning Viktors Karls Einarssonar.

Tobias Thomsen hefði getað innsiglað sigurinn þegar Breiðablik fékk vítaspyrnu í uppbótatíma en Guy Smit gerði virkilega vel og varði spyrnuna. Það kom ekki að sök því Breiðablik fór með sigur af hólmi og tók toppsætið af Vestra.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
8.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
11.    ÍA 15 5 0 10 16 - 32 -16 15
12.    KA 15 4 3 8 14 - 31 -17 15
Athugasemdir
banner