Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: KR skoraði fimm í fyrsta sigrinum
Aron Sigurðar átti stórleik í liði KR
Aron Sigurðar átti stórleik í liði KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luke Rae skoraði annað mark KR og fagnaði því með þessum hætti
Luke Rae skoraði annað mark KR og fagnaði því með þessum hætti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 5 - 0 ÍA
1-0 Aron Sigurðarson ('24 )
2-0 Luke Morgan Conrad Rae ('32 )
3-0 Matthias Præst Nielsen ('64 )
4-0 Aron Sigurðarson ('85 )
5-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('89 )
Lestu um leikinn

KR-ingar unnu fyrsta leik sinn í Bestu deild karla í ár með því að skella ÍA, 5-0, á AVIS-vellinum í Laugardal í kvöld.

Fyrir umferðina höfðu KR-ingar gert þrjú jafntefli á meðan Skagamenn höfðu unnið einn og tapað tveimur.

Skagamenn voru betri fyrstu mínúturnar og sköpuðu sér tvö dauðafæri. Fyrst átti Viktor Jónsson skalla eftir hornspyrnu Rúnars Más SIgurjónssonar og stuttu síðar björguðu KR-ingar á línu aftur eftir færi Viktors.

Gestirnir héldu áfram að ógna og var aukið álag á Halldór Snæ Georgssyni í marki KR-inga, en þeir náðu að hrista sóknarþunga Skagamanna af sér og komast yfir algerlega gegn gangi leiksins er Aron Sigurðarson setti boltann í netið.

Eiður Gauti Sæbjörnsson fann Aron sem kom sér inn á teiginn og skoraði með góðu skoti framhjá Árna Marinó Einarssyni í markinu.

KR-ingar bættu við öðru átta mínútum síðar. Haukur Andri Haraldsson átti slaka sendingu sem Luke Rae komst inn í og keyrði hann upp að marki og skoraði með hörkuskoti í fjærhornið.

Eiður Gauti var nálægt því að bæta við þriðja markinu nokkrum mínútum eftir annað markið en tilraun hans hafnaði í stöng áður en Árni varði frákastið frá Matthias Præst.

Staðan í hálfleik 2-0 og náðu KR-ingar að gera út um leikinn á síðasta hálftímanum.

Præst skoraði eftir undirbúning Arons. Danski framherjinn náði að teygja sig í boltann og lauma honum framhjá Árna og í netið.

Áfram héldu KR-ingar að stjórna ferðinni. Ati Sigurjónsson kom inn af bekknum á 73. mínútu og skapaði mikinn usla í sóknarleik KR.

Hann lagði upp fjórða markið fyrir Aron á 85. mínútu. KR-ingar unnu boltann og kom Atli honum á Aron sem lék á varnarmann ÍA og skoraði.

Eiður Gauti gerði síðan fimmta og síðasta mark KR-inga undir lok leiks og aftur var það Atli með stoðsendinguna. Atli fékk boltann inn á teig, kom honum þvert fyrir markið og á Eið sem innsiglaði 5-0 sigur heimamanna.

Fyrsti sigur KR-inga í deildinni og liðið nú með 6 stig eftir fjóra leiki en ÍA áfram með 3 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
2.    Vestri 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
3.    KR 4 1 3 0 12 - 7 +5 6
4.    Víkingur R. 3 2 0 1 6 - 1 +5 6
5.    Stjarnan 3 2 0 1 5 - 4 +1 6
6.    Valur 3 1 2 0 7 - 5 +2 5
7.    ÍBV 3 1 1 1 3 - 3 0 4
8.    Afturelding 3 1 1 1 1 - 2 -1 4
9.    KA 4 1 1 2 6 - 11 -5 4
10.    Fram 3 1 0 2 5 - 6 -1 3
11.    ÍA 4 1 0 3 2 - 9 -7 3
12.    FH 4 0 1 3 5 - 8 -3 1
Athugasemdir
banner