Fjórða umferð Bestu deildarinnar fer af stað í dag og meðal leikja er viðureign KR og ÍA sem hefst 19:15 á AVIS-vellinum í Laugardal.
Hvort lið er með þrjú stig, KR eftir að hafa gert jafntefli í öllum þremur umferðunum sem eru búnar og ÍA með því að vinna Fram í fyrstu umferð.
Hvort lið er með þrjú stig, KR eftir að hafa gert jafntefli í öllum þremur umferðunum sem eru búnar og ÍA með því að vinna Fram í fyrstu umferð.
Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, snýr aftur eftir að hafa afplánað tveggja leikja bann eftir umtalað rautt spjald gegn KA í fyrstu umferð. KR-ingar voru alls ekki sáttir við að aganefnd ákvað að þyngja refsingu hans og bæta leik við bannið.
ÍA endurheimtir einnig öflugan leikmann úr banni. Hinn efnilegi Haukur Andri Haraldsson tók út leikbann gegn Vestra eftir að hafa verið rekinn af velli gegn Stjörnunni. - „Þetta var náttúrulega bara djók, en bara upp með hausinn og áfram," sagði Haukur við Fótbolta.net um brottvísun sína.
Aron og Haukur voru báðir á lista Gulla Jóns yfir leikmenn sem hann var sérstaklega spenntur fyrir í Bestu deildinni þetta tímabilið.
sunnudagur 27. apríl
14:00 Vestri-Breiðablik (Kerecisvöllurinn)
16:15 KA-FH (Greifavöllurinn)
19:15 KR-ÍA (AVIS völlurinn)
mánudagur 28. apríl
17:45 Stjarnan-ÍBV (Samsungvöllurinn)
19:15 Valur-Víkingur R. (Valsvöllur)
19:15 Fram-Afturelding (Lambhagavöllurinn)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 - 5 | +2 | 9 |
2. Vestri | 4 | 2 | 1 | 1 | 4 - 2 | +2 | 7 |
3. KR | 4 | 1 | 3 | 0 | 12 - 7 | +5 | 6 |
4. Víkingur R. | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 1 | +5 | 6 |
5. Stjarnan | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 - 4 | +1 | 6 |
6. Valur | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 - 5 | +2 | 5 |
7. ÍBV | 3 | 1 | 1 | 1 | 3 - 3 | 0 | 4 |
8. Afturelding | 3 | 1 | 1 | 1 | 1 - 2 | -1 | 4 |
9. KA | 4 | 1 | 1 | 2 | 6 - 11 | -5 | 4 |
10. Fram | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 - 6 | -1 | 3 |
11. ÍA | 4 | 1 | 0 | 3 | 2 - 9 | -7 | 3 |
12. FH | 4 | 0 | 1 | 3 | 5 - 8 | -3 | 1 |
Athugasemdir