
„Við gerðum okkar frá byrjun og unnum bara sannfærandi í dag,'' segir Haukur Andri Haraldsson, leikmaður ÍA, eftir þægilegan 1-4 sigur gegn Gróttu í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Grótta 1 - 4 ÍA
„Þetta var bara mjög mikilvægur sigur og komast áfram. Við ætlum okkar langt í þessum bikar og það byrjar hér og gott að byrja þetta mjög sterkt,''
Eggert, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, spáði í 2. umferð Bestu Deildar hjá Fótbolta.net. Hann spáði bæði að Stjarnan myndi vinna þann leik og að Haukur myndi fá rautt spjald í leiknum, sem han gerði.
„Það er mjög fyndið, en ég vill ekkert vera tjá mig um þetta rauða spjald. Þetta var náttúrulega bara djók, en bara upp með hausinn og áfram.''
Ætlar þú svo út aftur í atvinnumennskuna?
„Það er svona langtíma markmiðið, byrja að koma heim og sanna sig alminnilega. Maður ætlar sér klárlega aftur út.'' segir Haukur í lokin.