Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Kristján Másson: Hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn
Tómas Leó um vítaspyrnudóminn: Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti?
Elís skoraði sigurmarkið: Stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera
Sveinn Þór: Þeir mega djamma alla helgina
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
   lau 27. maí 2023 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttheimar
Freyja Karín: Ein besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir á ævi minni
watermark Freyja Karín átti ansi góðan dag.
Freyja Karín átti ansi góðan dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Þróttur verður í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit bikarsins.
Þróttur verður í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit bikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjuð tilfinning, það er svo gott að ná svona endurkomusigri," sagði Freyja Karín Þorvarðardóttir, sóknarmaður Þróttar, eftir 2-1 sigur gegn Val í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Þróttur var undir lengst af í leiknum en náði að koma til baka og vinna leikinn á lokametrunum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

Eins og oftast hingað til á tímabilinu þá byrjaði Freyja á bekknum en kom inn á sem varamaður og skoraði. Þetta er fjórða markið sem Freyja skorar í sumar eftir að hafa komið inn á af bekknum.

„Ég hef svo mikla trú á þessu liði. Þegar ég sá liðið sem kom út í seinni hálfleikinn þá fann ég á mér að við gætum unnið þetta," sagði Freyja. „Við náðum að halda boltanum betur og við klúðruðum færri sendingum. Við náðum líka að 'matcha' þær í baráttu, við vorum yfir í baráttunni."

Er ekki pirrandi að fá ekki að byrja leikina? „Maður verður að taka því hlutverki sem ég er sett í. Auðvitað er það pirrandi en mér finnst ótrúlega gaman að geta komið inn á og breytt hlutunum."

Hún segir að það hafi verið gaman svo að ná inn öðru marki og vinna leikinn í venjulegum leiktíma. „Þetta var ein besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir á ævi minni. Þetta er stórt fyrir okkur, þær voru Íslands- og bikarmeistarar í fyrra og það er stórt fyrir okkur að vinna þær og slá þær út."

Þetta var frábær dagur fyrir Freyju og eftirminnilegur þar sem hún útskrifaðist líka sem stúdent fyrr í dag.

„Þetta toppaði daginn, að vinna þennan leik. Þetta var alltaf markmiðið; að útskrifast og síðan að ná að vinna leikinn, klára daginn almennilega. Þetta verður mjög eftirminnilegur dagur."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner