Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   lau 27. maí 2023 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttheimar
„Líklega besta lið sem ég hef nokkurn tímann verið með"
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður. Að vinna loksins Val á keppnistímabilinu er stórt fyrir liðið," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 endurkomusigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik, hvernig stelpurnar komu út og spiluðu eins vel og þær gátu."

Leikurinn byrjaði erfiðlega fyrir Þrótt og þær lentu snemma undir, en þær svöruðu frábærlega í seinni hálfleik. Hægt og bítandi fóru þær að ógna marki Vals meira og meira, og að lokum tókst þeim að koma boltanum í netið.

„Við vorum stressaðar á boltanum en töluðum um það í hálfleik að hafa sjálfstraust og gera betur. Við spiluðum mjög vel í seinni hálfleik með boltann."

Katla Tryggvadóttir, einn mikilvægasti leikmaður Þróttar sóknarlega, fór af velli meidd í lok fyrri hálfleiks. Var Nik áhyggjufullur þegar hún fór út af?

„Klárlega, vegna þess að hún er mikilvægur leikmaður fyrir okkur. En Ísabella kom inn á og var frábær. Í ár erum við líklega með besta lið sem ég hef nokkurn tímann verið með. Katla fór út af en Bella kemur inn og hún er frábær. Freyja kemur inn á og skorar. Sierra kemur líka inn á. Það er stórt að missa Kötlu en Bella kemur inn á og gerir virkilega vel. Katla meiðist þegar hún hleypur á eftir bolta en hún var rangstæð. Hún sneri upp á ökklann og við verðum að greina það á næstu dögum."

„Það er gott að fá inn varamenn sem gefa allt sitt og þær hafa haft mikil áhrif á leikina. Það er engin pirruð yfir spiltíma og þær koma inn á sýna hversu miklu máli þær skipta fyrir liðið."

Þróttur verður í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslitin. „Við erum í næstu umferð og höldum áfram. Við spilum aftur við Val á miðvikudag og vonandi verður það eins góður leikur."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en Þróttur er að byrja þetta tímabil afar vel.
Athugasemdir
banner
banner