Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 27. maí 2023 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttheimar
„Líklega besta lið sem ég hef nokkurn tímann verið með"
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður. Að vinna loksins Val á keppnistímabilinu er stórt fyrir liðið," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 endurkomusigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik, hvernig stelpurnar komu út og spiluðu eins vel og þær gátu."

Leikurinn byrjaði erfiðlega fyrir Þrótt og þær lentu snemma undir, en þær svöruðu frábærlega í seinni hálfleik. Hægt og bítandi fóru þær að ógna marki Vals meira og meira, og að lokum tókst þeim að koma boltanum í netið.

„Við vorum stressaðar á boltanum en töluðum um það í hálfleik að hafa sjálfstraust og gera betur. Við spiluðum mjög vel í seinni hálfleik með boltann."

Katla Tryggvadóttir, einn mikilvægasti leikmaður Þróttar sóknarlega, fór af velli meidd í lok fyrri hálfleiks. Var Nik áhyggjufullur þegar hún fór út af?

„Klárlega, vegna þess að hún er mikilvægur leikmaður fyrir okkur. En Ísabella kom inn á og var frábær. Í ár erum við líklega með besta lið sem ég hef nokkurn tímann verið með. Katla fór út af en Bella kemur inn og hún er frábær. Freyja kemur inn á og skorar. Sierra kemur líka inn á. Það er stórt að missa Kötlu en Bella kemur inn á og gerir virkilega vel. Katla meiðist þegar hún hleypur á eftir bolta en hún var rangstæð. Hún sneri upp á ökklann og við verðum að greina það á næstu dögum."

„Það er gott að fá inn varamenn sem gefa allt sitt og þær hafa haft mikil áhrif á leikina. Það er engin pirruð yfir spiltíma og þær koma inn á sýna hversu miklu máli þær skipta fyrir liðið."

Þróttur verður í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslitin. „Við erum í næstu umferð og höldum áfram. Við spilum aftur við Val á miðvikudag og vonandi verður það eins góður leikur."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en Þróttur er að byrja þetta tímabil afar vel.
Athugasemdir