Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 27. maí 2023 11:40
Aksentije Milisic
Ten Hag: Ég held að við viljum halda De Gea
Mynd: EPA

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var spurður út í markvörð liðsins, David De Gea, eftir sigur Man Utd á Chelsea í fyrradag. Með sigrinum gulltryggði liðið sér þáttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.


De Gea er ekki allra hjá stuðningsmönnum United en hann gerir sig reglulega sekan um stór mistök sem kosta mörk. Þess á milli spilar hann vel en hann átti góðan leik gegn slöku liði Chelsea á fimmtudaginn.

„Ég held að við viljum halda De Gea og hann vill vera áfram þannig að ég held að við munum verða áfram saman,” sagði Hollendingurinn. Áhugavert orðalag hjá honum en stuðningsmenn United eru að reyna lesa í það hvað hann átti við með „ég held”.

„Ég tjái mig aldrei um svoleiðis, hvernig samningaviðræður ganga hjá leikmönnum,” sagði stjórinn þegar hann var spurður út í samningsmál De Gea.

Þær fréttir bárust í gær að United ku hafa mikinn áhuga á markverði Porto, Diogo Costa, og er portúgalska liðið sagt reiðubúið til þess að selja kauða.


Athugasemdir
banner
banner
banner