Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júní 2022 15:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sex ár síðan Ísland sló út England á EM - Giskaðu á byrjunarlið Englands
Roy Hodgson sagði af sér beint eftir leik.
Roy Hodgson sagði af sér beint eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag eru sex ár síðan Ísland sigraði England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi.

Ísland vann leikinn, sem fram fór í hreiðrinu í Nice, 2-1.

England komst yfir á 4. mínútu í leiknum en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu fyrir Ísland á næstu mínútum og var Ísland komið yfir á 18. mínútu.

Vefsíðan Planetfootball er með spurningaleik þar sem lesendur giska á byrjunarlið Englands í leiknum. Smelltu hér til að taka þátt í leiknum.

Hér má sjá byrjunarlið Íslands í leiknum:

Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Ari Freyr Skúlason
Gylfi Þór Sigurðsson
Aron Einar Gunnarsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Birkir Bjarnason
Jón Daði Böðvarsson
Kolbeinn Sigþórsson
Athugasemdir
banner
banner