Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 27. júní 2022 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Umboðsmenn Ziyech í samskiptum við stjórnendur Milan
Ziyech skoraði 8 mörk og gaf 6 stoðsendingar í 44 leikjum á tímabilinu.
Ziyech skoraði 8 mörk og gaf 6 stoðsendingar í 44 leikjum á tímabilinu.
Mynd: EPA

Umboðsmenn Hakim Ziyech eru komnir í beinar viðræður við stjórnendur AC Milan á Ítalíu sem hefur áhuga á að klófesta sóknartengiliðinn.


Ziyech hefur ekki fundið taktinn undir stjórn Thomas Tuchel hjá Chelsea og er tilbúinn til að skipta um félag.

Hann væri frábær viðbót við hópinn hjá Ítalíumeisturum AC Milan en viðræður um kaupverð gætu orðið erfiðar. 

Marokkóski landsliðsmaðurinn á þrjú ár eftir af samningnum við Chelsea og gæti jafnvel verið lánaður til Ítalíu en eingöngu fyrir rétta upphæð.

Chelsea er reiðubúið til að leyfa Ziyech að fara en Tuchel telur sig geta notað leikmanninn ef samkomulag næst ekki við Milan.


Athugasemdir
banner
banner