Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 26. júní 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir.is 
Bryndís sakar Woodard um að hafa gefið sér viljandi olnbogaskot
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls var súr og svekkt þegar liðið tapaði gegn FH 4-1 í Bestu deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  1 Tindastóll

Hún var ekki ánægð með dómara leiksins en hún sakaði Breukelen Lachelle Woodard leikmann FH um að gefa sér viljandi olnbogaskot í viðtali við Vísi.

„Mér fannst dómarinn með frekar slappa línu ef ég á að vera hreinskilin. Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki," sagði Bryndís Rut.

Hún vildi ekki tjá sig um það hvort þetta brot hafi verðskuldað rautt spjald.

„Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut.


Donni: Við vorum með vitlaust leikplan
Athugasemdir
banner
banner