Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. júlí 2021 09:45
Elvar Geir Magnússon
Varane þrýsti á að vera seldur til Man Utd
Raphael Varane í leik með franska landsliðinu.
Raphael Varane í leik með franska landsliðinu.
Mynd: EPA
Rio Ferdinand telur það augljóst að Raphael Varane hafi sjálfur þrýst á að vera seldur frá Real Madrid til Manchester United.

Sagt er að Varane sé á barmi þess að ganga frá skiptum yfir á Old Trafford.

Rio Ferdinand, sem var sjálfur magnaður miðvörður fyrir United, telur að þarna sé sitt félag að gera frábær kaup.

„Þvílík kaup. Það hafa verið vangaveltur markaðnum síðan hann opnaði en þetta hlýtir að hafa á endanum komið frá leikmanninum," segir Ferdinand.

„Hann hefur viljað fara, vera hluti af þessu liði sem Manchester United er að setja saman og verkefninu þar. Ole Gunnar Solskjær er búinn að skrifa undir samning og Sancho er mættur. Ég held að Varane sjái þetta sem meira spennandi verkefni en það sem er í gangi hjá Real Madrid núna."

„Við höfum keypt leikmann sem er búinn að sanna sig sem miðvörður í heimsklassa. Hans listi yfir titla er fáránlegur, hann er jafn langur og handleggurinn á mér."

„Það er enginn vafi í mínum huga að hann hefur sagt við Real Madrid: 'Ég þarf að fara, ég vil það, ég þarf á þessu að halda'," segir Rio Ferdinand.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner