lau 27. ágúst 2022 16:36
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Keri tryggði jafntefli en Haukar féllu
Þetta er ekki búið að vera gott sumar fyrir Haukastúlkur.
Þetta er ekki búið að vera gott sumar fyrir Haukastúlkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Haukar 2 - 2 Fjarðab/Höttur/Leiknir
0-1 Linli Tu ('21 )
1-1 Keri Michelle Birkenhead ('22 )
1-2 Bayleigh Ann Chaviers ('65 )
2-2 Keri Michelle Birkenhead ('82 )


Haukar náðu í fimmta stig sumarsins þegar sameinað lið Austfirðinga kíkti í heimsókn á Origo völlinn á Hlíðarenda, þar sem ekki er spilað á Ásvöllum.

Gestirnir frá Austfjörðum tóku forystuna í fyrri hálfleik þegar Linli Tu skoraði en Haukar jöfnuðu mínútu síðar með marki frá Keri Michelle Birkenhead.

Staðan hélst 1-1 þar til í síðari hálfleik þegar Bayleigh Ann Chaviers kom gestunum yfir á ný en Keri Michelle jafnaði aftur og urðu lokatölur 2-2.

Haukastúlkur eru fallnar niður í 2. deild. Þær eru með fimm stig eftir sextán umferðir, átta stigum eftir Augnablik þegar tvær umferðir eru eftir.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner