Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2022 14:41
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Strákarnir lærðu af ferðalaginu til Brentford
Mynd: Getty Images

Erik ten Hag var kátur eftir annan sigur Manchester United í röð. Lærisveinar hans heimsóttu Southampton og unnu með marki frá Bruno Fernandes snemma í síðari hálfleik, lokatölur 0-1.


Ten Hag var ekki sáttur með spilamennskuna síðasta hálftíma leiksins en var sáttur með framlag sinna manna og sérstaklega ánægður með frammistöðuna í upphafi síðari hálfleiks. Hann segir liðið þó enn eiga langt í land, verkefnið sé bara nýbyrjað.

„Ég held að strákarnir hafi lært eitthvað af ferðalaginu til Brentford. Við erum mjög ánægðir með stigin og markið sem við gerðum og við hefðum getað skorað meira," sagði Ten Hag, sem var þó ósáttur með síðasta hálftímann. „Við viljum vera með meiri stjórn á leiknum á síðasta hálftímanum, það er eitthvað sem við þurfum að laga."

Gestirnir frá Manchester voru óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik þegar þeir fengu þrjú dauðafæri með nokkurra sekúndna millibili en varnarmenn og markvörður heimamanna voru duglegir að kasta sér fyrir boltana.

„Við fengum besta færi leiksins í fyrri hálfleik og ég var sáttur með það. Við hefðum getað skapað meira í upphafi leiks en við erum sáttir með sigurinn.

„Þetta var frábært mark hjá Bruno en það sem mér fannst best var að við vorum með stjórn á leiknum fyrsta stundarfjórðunginn í síðari hálfleik og sköpuðum þrjú mjög góð færi. Strákarnir hreyfðu boltann gríðarlega vel á þessum mínútum og spiluðu nákvæmlega eins og ég vill að þeir spili.

„Við eigum enn langt í land áður en við komumst á þann stað sem ég vil hafa okkur á."


Athugasemdir
banner
banner
banner