Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 27. ágúst 2023 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jó algjörlega sammála Óskari - „Hefði reyndar sett 2. flokkinn og látið reka þrjá út af"
Það er nú það eina sem ég sakna úr boltanum
Það er nú það eina sem ég sakna úr boltanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar með teiknitöfluna rétt fyrir leik.
Óskar með teiknitöfluna rétt fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta er það sem er gaman við íþróttina, þessi rígur
Þetta er það sem er gaman við íþróttina, þessi rígur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt var um leik Víkings og Breiðabliks í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn bauð upp á átta mörk og var mjög athyglisverður heilt yfir.

Fyrir leik var talsvert fjallað um beiðni Breiðabliks að fresta leiknum en niðurstaðan var sú að leiknum var ekki frestað. Breiðablik er í miðju Evrópueinvígi, einvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið leiðir 1-0 eftir fyrri leikinn og seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í fimmtudag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Breiðablik

Það sást á liðsvalinu þar sem einungis tveir úr byrjunarliðinu gegn Struga á fimmtudag byrjuðu leikinn í kvöld. Enginn af hinum níu leikmönnunum úr byrjunarliðinu var í leikmannahópi Breiðabliks.

Blikar mættu seint í Víkina og upplýsingar um byrjunarliðið komu mjög seint á rútu frá Kópavogsvelli.

Ólafur Jóhannesson, margfaldur Íslandsmeistari sem þjálfari FH og Vals, fór yfir leikinn með Kjartani Atla Kjartanssyni þáttarstjórnanda.

„Ég er algjörlega sammála Óskari, Breiðablik átti að fá þessum leik frestað, það er enginn vafi í mínum huga. Þeir gátu ekki spilað í landsleikjahléinu en einhvers staðar hefði þurft að finna leið til að spila hann."

„Ég, sem þjálfari, hefði gert það sama og Óskar. Það er ljóst að enginn af þeim leikmönnum sem byrjuðu leikinn í kvöld er að fara spila Evrópuleikinn, ég held að það sé alveg ljóst. Ég hefði gert það sama, það eru peningar og skemmtilegheit. Ég skil hann að því leytinu til og leikurinn kannski sem slíkur skiptir þá ekki miklu máli upp á hvar þeir enda í deildinni."

„Þetta eru einhverjir stælar í þeim, en pínulítið gaman að því samt sem áður. Ég held að Valur hafi gert þetta einhvern tímann á móti KR fyrir nokkuð mörgum árum síðan,"
sagði Óli um komu Blika á völlinn skömmu fyrir leik.

Breiðablik getur skrifað söguna í íslenskum fótbolta, orðið fyrsta karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu með sigri eða jafntefli gegn Struga á fimmtudag.

„Ég stend algjörlega með Óskari í þessu, ég hefði gert það sama. Ég hefði reyndar bara sett 2. flokkinn og látið reka þrjá flótlega út af og þá er leikurinn flautaður af; 3-0. Nei nei, en ég skil hann algjörlega að taka þennan pól í hæðina. Svo er hitt, hann er bara að stríða... sagði í viðtali að Víkingar hefðu nánast aldrei gert neitt í Evrópu." Óskar sagði að Víkingur hefði bara unnið eitt Evrópueinvígi á síðustu þremur árum í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn.

Kjartan kom inn á ríginn milli Víkings og Breiðabliks undanfarin ár. Vel var mætt í Víkina í kvöld; pakkfullt.

„Þetta er það sem er gaman við íþróttina, þessi rígur og þessi innbyrðisviðureign milli manna og sérstaklega milli þjálfara; það er nú það eina sem ég sakna úr boltanum. Þetta gefur mönnum ákveðið 'kick'," sagði Óli.

Hér að neðan má sjá fimm viðtöl sem voru tekin eftir leikinn í kvöld.
Danijel Djuric: Trúðslæti í Blikum sem koma mér ekkert á óvart
Óskar Hrafn: Enginn haft áhuga á að rétta okkur hjálparhönd
„Ákváðum að mæta bara seint og geta verið aðeins lengur heima með fjölskyldunum"
Arnar Gunnlaugs: Nenni ekki að eyða orðum í að svara hvorki Óskari né Blikum
„Þeir mættu þarna korter fyrir leik og þetta var geðveik sena - Allt gengið mætt þarna með nýju gleraugun sín"
Athugasemdir
banner
banner
banner